Rannsóknarmiðstöð um markaðs- og þjónustufræði

Rannsóknarmiðstöð um markaðs- og þjónustufræði (Center of Marketing and Service Management, CEMSEM) er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (University of Iceland, School of Business).

Rannsóknarmiðstöðin starfar í nánum tengslum við Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands (Institute for Business Research, University of Iceland).

Rannsóknarmiðstöðin er vettvangur fyrir fræðilegar og hagnýtar rannsóknir á sviði markaðs- og þjónustufræða.

Markmiðið er að efla þekkingu á fræðasviðinu með því að vinna að vönduðum rannsóknum og miðla niðurstöðum á viðeigandi vettvangi. Ennfremur að þjóna íslensku atvinnulífi með vönduðum rannsóknum er tengjast fyrirtækjum og stofnunum og starfsumhverfi þeirra.

Mynd
""

Forstöðumaður

Mynd af Þórhallur Örn Guðlaugsson Þórhallur Örn Guðlaugsson Prófessor 5254534 th [hjá] hi.is

Hlutverk rannsóknarmiðstöðvarinnar er að:

  • Stunda fræðilegar rannsóknir er tengjast stefnumótun markaðsmála, vörumerkjastjórnun, markaðshneigð, siðferðilegum álitaefnum í markaðsstarfi, kauphegðun, þjónustustefnu, þjónustuþróun, þjónustuumhverfi og þjónustugæðum.
  • Stunda hagnýtar rannsóknir er tengjast markaðsgreiningu, vörumerkjagreiningu, atvinnuvegagreiningu, samkeppnisgreiningu, þjónustugreiningu og þjónustugæðum.
  • Vera bakland kennslu í markaðs- og þjónustufræðum og eiga þátt í þjálfun nemenda í rannsóknum á sviðinu.
  • Sinna tengslum og efla samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði markaðs- og þjónustufræða.
  • Standa fyrir viðburðum, svo sem málfundum og ráðstefnum á sviði markaðs- og þjónustufræða.

Rannsóknarmiðstöðin hefur sjálfstæða strauma sem gerir það mögulegt að hægt er að sinna ólíkum viðfangsefnum innan fræðasviðsins.

Frá október 2014 skipa stjórn miðstöðvarinnar:

  • Elínborg Valdís Kvaran forstöðumaður markaðsdeildar Landsbankans
  • Friðrik Larsen lektor HÍ
  • Runólfur Smári Steinþórsson prófessor og deildarforseti Viðskiptafræðideildar HÍ
  • Þórður Sverrisson ráðgjafi hjá Capacent og aðjunkt HÍ
  • Þórhallur Guðlaugsson dósent HÍ, sem er formaður og veitir rannsóknarmiðstöðinni jafnframt forstöðu.